Archives

Category Archive for: ‘Fréttir’

Nýr leigutaki

Maifrett20123

Þá er útboðsferlinu lokið og nýr leigutaki tekinn við. Það var Stangaveiðiféla Reykjavíkur sem tók við rekstri árinnar næstu 5 árin. Sala veiðileyfa fyrir sumarið 2018 er hafin og er öllum áhugasömum bent á að hafa samband við Stjána Ben hjá SVFR með tölvupósti til stjaniben@svfr.is

Útboðsferli í gangi

Agustfrett

Eins og fram hefur komið þá er Snasi ehf. ekki lengur leigutaki að Straumfjarðará en útboðsferli
er nú í gangi og mun koma í ljós væntanlega í byrjun nóvember hver/hverjir verða leigutakar
að ánni næstu fimm árin skv. útboði.

Hægt er að hafa samband við formann stjórnar Veiðifélagsins Pál Ingólfsson í tölvupósti
straumfjardara@reist.is og/eða í síma 893-1135.

Ekki er unnt að bóka veiðileyfi fyrir næsta ár fyrr enn að útboði loknu. Við vonum að þetta
valdi þér sem viðskiptavini árinnar ekki óþægindum.

Sérstakt tækifæri að kynnast einstakri laxveiðiá. Stakar stangir til sölu 24. – 28. ágúst á næstu vertíð.

Karlotta Með Fisk2

Af sérstökum ástæðum bjóðast stakar stangir dagana 24. – 28 ágúst. Veiði hefst kl. 16:00.
Samtals 4 veiðidagar, en hollið skiptist í 2 x 2 daga, 24. – 26. ágúst eða 26. – 28. ágúst.
Í fyrra hollinu eru 2 stangir lausar. En 3 stangir eru til sölu í seinna tvo dagana.
Frábært veiðihús við einstaklega fallega og aðgengilega veiðiá á Snæfellsnesi.
Hverri stöng fylgir fæði og gisting í 2ja manna herbergi með uppbúnum rúmum
og sér sturtu + wc.

Hér er kjörið tækifæri til að kynnast ánni, því venjan er að allar stangirnar fjórar
eru seldar saman.

Áhugasömum er bent á meiri upplýsingar í dufgus@simnet.is.

Upplýsingar um lausa daga eru í bókanir her á síðunni.

Einstaklega sólríkri vertíð lokið en ágætt fiskirí þrátt fyrir allt, með stórum fiskum innan um

Kári 2016 Straumfjarðará  E1477064563612

george-cosbie-with-salmon-2016Laxveiðitímanum hér í Straumfjarðará er lokið þetta sumarið, sem reyndist með eindæmum sólríkt. Eftir mjög góða byrjun með fjölda stórra laxa sýndi sig að smálaxinn yrði ekki fjölmennur því göngurnar í júlí voru þynnri en flest fyrri ár.

Veiðin hélst þó nokkuð jöfn þrátt fyrir erfið skilyrði og þeir veiðimenn sem veiddu í kringum og á fáu rigningardögum sumarsins voru ánægðir með sinn hlut. 3 laxar veiddust í sumar sem náðu allt að 95 cm og nokkrir yfir 80 cm.

Nýja brúin og síðan Snasi voru gjöfulustu staðirnir þessa vertíðina og síðan Sjávarfoss og Húshylur. Lengst af sumri reyndist veiðin líflegri í neðri hluta árinnar. Þegar síðasti laxinn hafði verið skráður, 20. september stóð veiðin í 348 löxum.

Það kom hinsvegar ánægjulega á óvart að fram eftir sumri vöru að veiðast sesm meðafli vænir sjóbirtingar allt að 6 pundum, í nokkru mæli, samanborið við undan farin ár. Minna var um bleikju en oft áður af einhverjum sökum.

Fjarvera smálaxins kenna menn um köldu vori 2015. Það ætti því að vera ávísun á góðan gang næsta vor, því síðastliðið vor var einstaklega hagstætt og fiskur gekk snemma..

Nú er farið að selja í ánna fyrir vertíðina 2017 og má sjá hér á vefnum okkar hvaða veiðidögum eru enn óráðstafað næsta sumar.

Allar stangirnar fjórar til sölu 26. – 27. júlí

Johann Gislakvorn1

Af sérstökum ástæðum eru tvær vaktir lausar á besta tíma, eftirmiðdagurinn 26. júlí og fyrri hluti 27. júlí. Stangirnar fjórar geta selst stakar.

Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið dufgus@simnet.is eða hringi í síma 864 7315.

Fengsælli laxavertíð lokið með rétt um 500 veidda laxa

André Með þann Stóra 640x388

Laxavertíðin 2015 fer í sögubækurnar sem ein með þeim betri. Er ofarlega á topp 10 listanum þegar síðastliðin 40 ár eru skoðuð. Fimmta besta árið frá aldamótum. Alls veiddust 497 laxar og um 70 sjóbirtingar og bleikjur.

Eftir einstaklega kalt vor fór vieðin óvenju hægt af stað fyrstu tvær vikurnar, en glæddist jafnt og þétt eftir miðan júlí og hélst goð veiði í takt við góðar göngur fram eftir ágústmánuði. Nægt vatn var í allt sumar, vegna þykkra snjóra í fjöllum, því veturinn í fyrra var úrkomusamur og kaldur. Sumarið sjálft var hins vegar með afbrigðum þurrt, nánast alla vertíðina. Lítið rigndi á Snæfellsnesi, þar til um mánaðarmótin ágúst, september, en þá fór allt af stað aftur og Straumfjarðará stóð vel undir nafni sem síðsumarsá. Hlýir og blautir septemberdagar skiluðu drjúgri veiði, nærri hundrað löxum á tíu dögum, í enda vertíðar. Staðarhaldarar eru því að vonum ánægðir með ganginn.

Stærstu fiskar sumarsinst veiddust í Smáfossum og Gíslakvörn. Hængar, 94 cm á Sunray Shadow og Frances. En þetta voru einmitt aflahæstu flugugerðirnar þetta sumarið.

Nú er hafinn undirbúningur fyrir næstu vertíð 2016 og hér á dagatali heimasíðunnar má finna daga sem enn eru lausir, eða óstaðfestir.

André með þann stóra (640x388)

Laxavertíðin 2014 endaði í 320 löxum

Richard Með Stóra Hrygnu

Vertíðinni sem nú er nýlega lokið var í slöku meðallagi í Straumfjarðará. Það var í svipuðum takti og annars staðar á landsvísu, en veiðin í ánni var hlutfallslega talsvert betri en víðast hvar annars staðar, þegar veiðin er skoðuð um vestanvert landið.

Talsvert meira var af tveggja ára laxi í ánni og veiddust meðal ananrs tveir hængar sem voru yfir 90 cm auk fjölda laxa af báðum kynjum yfir 80 cm. Það er því ánægjulegt að huga til þess að hlutfallslega eru mun fleiri laxar sem ahfa í sér „tveggja ára laxa genin“ að koma fyrir hrognum í ánni þetta haustið, því smálaxinn virðist í þetta skiptið vera fáliðaðri í hrygningunni en oft áður. Það síðan ætti að skila sér í stærri göngulaxi í veiðinni á komandi árum. En hvað er hægt að geta sér til? Þetta ræðst allt í úthafinu. Vonum það besta, eins og alltaf!

Lausar stangir 20.-22. ágúst

Johann Gislakvorn1

4 stangir 20. – 22. ágúst losnuðu óvænt. Seldar saman eða sitt í hvoru lagi. Áhugasömum er bent á að hafa samband við dufgus@simnet.is Fást með góðum afslætti, ef seldar allar saman.

Laxavertíðin hafin

Veidifrett 2606142

Þann 20. júní hófst veiðin hér í Straumfjarðará. Vart var við laxa strax á opnunardaginn, en sá fyrsti sem kom á land gaf sig á öðrum í opnun. Næstu dagar á eftir voru rólegir í laxveiðinni. Það var ekki síst um að kenna mikilli ringinu svo áin var bæði bólgin og skoluð í tvo daga, en þær aðstæður í upphafi vertíðar gera veiðimönnum erfiðara fyrir að finna þá sem hafa gengið í ána. Því þeir geta legið hvar sem er í vatnsflaumnum. Bleikjuveiðin var þeim mun betri á neðstu svæðum árinnar. Þær stærstu voru um 50 cm. Það er með stærstu sjóbleikjum sem hér hafa sést.

Á fimmtudagsmorguninn 26. júní fór síðan að draga til tíðinda. Áin hrein og kröftug og fyrsta gangan sem eitthvað kveður að komin í Sjávarfossinn. Nú er Jónsmessustraumurinn um helgina og hann mun skera úr um kraftinn í veiðinni á næstu dögum. Það er ljóst að fiskur er genginn um alla ána og ekki mun veiðivatn skorta næstu vikurnar.

Tvær vaktir til sölu á besta tíma 26.-27. júlí

Eftir metveiði síðasta sumar er greinilegt að margir hafa trú á prinsessunni á næstu vertíð. Við hér við ána vonum auðvitað að ekki sé ein báran stök. Og ef góður árangur í rannsóknum við ána skilar sér úr hafi næsta sumar þarf ekki að örvænta.

Gestir frá síðasta sumri eru undantekningarlítið búnir að boða komu sína á ný og veiðileyfi í júlí eru nú þegar uppseld. Það er þó enn lausir dagar á mjög áhugaverðum tíma í ánni. Við eigum til sölu heil og hálf holl eftir miðjan ágúst, auk þess sem eitt holl er til sölu í júní. Það eru mjög spennandi dagar, þegar lax gengur snemma líkt og gerðist síðastliðið sumar. Dagana 25. – 27. júní er aðeins veitt með 3 stöngum. Í fyrra veiddust 6 laxar á stangirnar 3 auk þess sem alltaf er nokkuð af vænni sjóbleikju að ganga neðan Sjávarfossins. Þá eigum við lausar 2 stangir í fjögurra stanga holli 14. – 16. ágúst og 16. – 18. ágúst. Á vertíðinni 2013 veiddust 53 laxar á stangirnar fjórar þessa daga. Í síðari hluta ágústmánaðar eru eftir fáein 2 – 3 daga holl. Sá tími gefur oft á tíðum afburða góða veiði.

Veiðidagar í Straumfjarðará á veiðivertíðinni 2014 væri sannarlega frábær jólagjöf fyrir alla þá er vilja kasta flugu í fallegri og gjöfulli laxveiðiá, sem aðeins er í tæplega tveggja tíma fjarlægð frá Reykjavík.

Page 1 of 512345»