Archives

Monthly Archive for: ‘október, 2016’

Einstaklega sólríkri vertíð lokið en ágætt fiskirí þrátt fyrir allt, með stórum fiskum innan um

Kári 2016 Straumfjarðará  E1477064563612

george-cosbie-with-salmon-2016Laxveiðitímanum hér í Straumfjarðará er lokið þetta sumarið, sem reyndist með eindæmum sólríkt. Eftir mjög góða byrjun með fjölda stórra laxa sýndi sig að smálaxinn yrði ekki fjölmennur því göngurnar í júlí voru þynnri en flest fyrri ár.

Veiðin hélst þó nokkuð jöfn þrátt fyrir erfið skilyrði og þeir veiðimenn sem veiddu í kringum og á fáu rigningardögum sumarsins voru ánægðir með sinn hlut. 3 laxar veiddust í sumar sem náðu allt að 95 cm og nokkrir yfir 80 cm.

Nýja brúin og síðan Snasi voru gjöfulustu staðirnir þessa vertíðina og síðan Sjávarfoss og Húshylur. Lengst af sumri reyndist veiðin líflegri í neðri hluta árinnar. Þegar síðasti laxinn hafði verið skráður, 20. september stóð veiðin í 348 löxum.

Það kom hinsvegar ánægjulega á óvart að fram eftir sumri vöru að veiðast sesm meðafli vænir sjóbirtingar allt að 6 pundum, í nokkru mæli, samanborið við undan farin ár. Minna var um bleikju en oft áður af einhverjum sökum.

Fjarvera smálaxins kenna menn um köldu vori 2015. Það ætti því að vera ávísun á góðan gang næsta vor, því síðastliðið vor var einstaklega hagstætt og fiskur gekk snemma..

Nú er farið að selja í ánna fyrir vertíðina 2017 og má sjá hér á vefnum okkar hvaða veiðidögum eru enn óráðstafað næsta sumar.