Fréttir

Laxavertíðin 2014 endaði í 320 löxum

Richard Með Stóra Hrygnu

Vertíðinni sem nú er nýlega lokið var í slöku meðallagi í Straumfjarðará. Það var í svipuðum takti og annars staðar á landsvísu, en veiðin í ánni var hlutfallslega talsvert betri en víðast hvar annars staðar, þegar veiðin er skoðuð um vestanvert landið.

Talsvert meira var af tveggja ára laxi í ánni og veiddust meðal ananrs tveir hængar sem voru yfir 90 cm auk fjölda laxa af báðum kynjum yfir 80 cm. Það er því ánægjulegt að huga til þess að hlutfallslega eru mun fleiri laxar sem ahfa í sér „tveggja ára laxa genin“ að koma fyrir hrognum í ánni þetta haustið, því smálaxinn virðist í þetta skiptið vera fáliðaðri í hrygningunni en oft áður. Það síðan ætti að skila sér í stærri göngulaxi í veiðinni á komandi árum. En hvað er hægt að geta sér til? Þetta ræðst allt í úthafinu. Vonum það besta, eins og alltaf!

Leave a Reply