Fréttir

Fengsælli laxavertíð lokið með rétt um 500 veidda laxa

André Með þann Stóra 640x388

Laxavertíðin 2015 fer í sögubækurnar sem ein með þeim betri. Er ofarlega á topp 10 listanum þegar síðastliðin 40 ár eru skoðuð. Fimmta besta árið frá aldamótum. Alls veiddust 497 laxar og um 70 sjóbirtingar og bleikjur.

Eftir einstaklega kalt vor fór vieðin óvenju hægt af stað fyrstu tvær vikurnar, en glæddist jafnt og þétt eftir miðan júlí og hélst goð veiði í takt við góðar göngur fram eftir ágústmánuði. Nægt vatn var í allt sumar, vegna þykkra snjóra í fjöllum, því veturinn í fyrra var úrkomusamur og kaldur. Sumarið sjálft var hins vegar með afbrigðum þurrt, nánast alla vertíðina. Lítið rigndi á Snæfellsnesi, þar til um mánaðarmótin ágúst, september, en þá fór allt af stað aftur og Straumfjarðará stóð vel undir nafni sem síðsumarsá. Hlýir og blautir septemberdagar skiluðu drjúgri veiði, nærri hundrað löxum á tíu dögum, í enda vertíðar. Staðarhaldarar eru því að vonum ánægðir með ganginn.

Stærstu fiskar sumarsinst veiddust í Smáfossum og Gíslakvörn. Hængar, 94 cm á Sunray Shadow og Frances. En þetta voru einmitt aflahæstu flugugerðirnar þetta sumarið.

Nú er hafinn undirbúningur fyrir næstu vertíð 2016 og hér á dagatali heimasíðunnar má finna daga sem enn eru lausir, eða óstaðfestir.

André með þann stóra (640x388)

Leave a Reply