Sagan

Veiði í Straumfjarðará er fyrst getið meðal annarra stórkostlegra eigna Helgafellsklausturs. Það kemur fram í máldagabók klaustursins frá 1378 og einnig í Vilkinsmáldaga frá 1397. En þar sem búið hefur verið við ána frá miðri 9. öld má búast við því að þar hafi veiðar verið stundaðar frá upphafi Íslandsbyggðar, á meðal írskra íbúa er þarna bjuggu fyrstir og hafa eflaust verið kunnugir handtökum við veiðar heiman að frá sér í Írlandi. En Straumfjarðará rennur einmitt um Dufgusdal sem heitir eftir írskum landnámsmanni er þar bjó og getið er um í Eyrbyggju.
Helgafellsklaustur hefur að öllum líkindum haldið eignaréttinum frá miðri 13. öld. Í fornri dómabók er heimild frá 1351 um málarekstur Þorsteins ábóta Snorrasonar í Helgafellsklaustri og Ara Grímssonar, bónda nokkurs er bjó á bæ einum nærri ánni. Hafði sá síðarnefndi orðið uppvís að því að laumast í óleyfi í ána. Ekki var tekið mjúklega á þessari yfirsjón Ara bónda, því honum var gert að greiða klaustrinu sekt sem nam tíu kýrverðum. Það er upphæð sem ekkert síður þá en nú myndaði talsverð verðmæti og mundi reynast þung refsing eignalitlum bónda; á núvirði, sekt sem nemur vel á aðra milljón.
Engar minjar frá þeim tíma er munkar í Helgafellsklaustri stunduðu laxveiði á milli bænastunda eru sýnilegar, en þó eru þústir nærri veiðistaðnum Bænhúshyl sem gætu bent til einhvers viðbúnaðar frá þessum dögum, auk nafngiftar veiðistaðarins. Seinna féll eignarréttur á jörðum er lágu að ánni undir Danakonung, eins og aðrar eignir klaustra er lögðust af í kjölfar siðaskiptanna á 16. öld. Segir síðan fátt af veiði í ánni sem þó er getið í jarðabókum héraðsins frá ýmsum tímum sautjándu og átjándu aldar og talin mikil hlunnindakista fyrir bæina er nærri lágu ánni.
Löngu seinna birtust veiðimenn með langar bambusstangir og annað nýstárlegt hafurtask utan frá Bretlandseyjum og dvöldu oft sumarlangt við veiðar í ánni. Þeir teljast í frumkvöðlahópi og undanfarar sportveiðimanna sem síðar áttu eftir að fjölmenna við ána. En það er einmitt á þessum tíma, eftir miðja 19. öld sem breskir laxveiðimenn kynntu í fyrsta sinn fluguveiðar við íslenskar laxveiðiár víðsvegar um landið. Fram að þeim tíma voru laxveiðar á íslandi nær eingöngu stundaðar með ádrætti neta eða með gildrum og fyrirstöðum.
Í bókinni Rivers of Iceland og skrifuð var af Major General R. N Stewart rétt fyrir miðja síðustu öld lýsir hann dvöl sinni við Straumfjarðará, en þessi veiðimaður sem ættaður var frá Skotlandi heimsótti ána í fyrsta sinn árið 1912 og síðan í einhver skipti næstu áratugina, allt fram yfir seinni heimsstyrjöld. Hér að neðan lýsir hann staðháttum og aldarfari, og segir frá veiðferðum sínum í ána.
„The Straumfiardará is a west coast river on the Snaefellsnes; it is a medium river in size, has its source two lakes which provide it with a fairly constant head of water even in seasons of drought, but it has very little ground behind it, on which snow will lie.
The first few miles after leaving the lakes are over steep ground and terminate in a foss up which no migratory fish can pass, then follows about four miles of less steep but still rocky cource, which provides good spawning grounds for those fish that penetrate so high up the river; half way down this section the river is joined by a tributary of some importance which helps to swell its volume, then comes another foss, about eighteen feet high and forming a serious but not insurmountable obstacle to migrant fish. It is interesting to stand by this foss and to watch the fish attempt the ascent. It all depends on the take off; if this has been properly judged the fish manage to surmount the fall, even small sea trout succeed at times. Some fish seem to be particularly bad judges of distance always making the same mistake of taking off to near or too far away, others suceed at he first attempt.
In spate conditions the height of the fall is considerably decreased and the actual jump then becomes much easier, although the energy expended in the approach is then greater, due to the swiftness of the of the stream and volume of water in a confined space.
There are not many pools that hold fish above this foss, but we caught a few salmon in them, although it seemed unfair to kill fish that had made such courageous, strenuous and successful efforts to reach the upper waters.
From the foss down to the bridge, there is much good holding water, with six or seven pools and some odd runs all worth fishing, the course is rocky in parts and the rest a stone strewed bed winding through gently undulating country. From the bridge to the sea the character changes; the country levels out and the ground is soft.
Large areas of bog and marsh, some of whitch is dangerous to cross and the river now becomes wider and much of it shallow, flowing slowly as it reluctant to reach the sea.
Thera are few pools in this last lap, never very deep but lon gand broad, and they require wading to cover the lies of fish.
Half way between the bridge and the sea a considerable tributary joins the river and at this junction there is a long pool which is, by repute, one of the best in the river. We did not find it so, but it certainly does hold a fish. The length is about 300 yards and the fish tend to scatter i nit.
The river here is not less than 100 yards broad with a mean depth of about five feet. I think this pool has altered in resent years by becoming filled with gravel, its reputation being based on earlier epoch, as there are no resting places for fish for a mile on one side and a thousand yards on th other, it will always hold a few fish as lon gas it retains any depth of water. This part of the river demands plenty of line and backing on the reel; the fish have considerable „sea room“
Lower down there is a third and last foss, not very high, perhaps five feet in low water. There are two good pools below this foss and thence another mile to the sea. Of all rivers I know the Straumfjardará has a larger gap between the lowes known holding pool and the sea there are two very nice looking places. We never saw fish in them and those who have known the river for many years say these pools never hold fish. I can see no reason for the dislike the fish appear to show for them.
Straumfjardará though for not of great length is very pleasant water to fish and has justly earned a name for being one of the best of Icelandic rivers.
The Season we had the river was a wet one, and we saw it under a very favourable circumstances. I think that with the long shallow stretches near the sea a dry season might mean that the fish congregate in the lower water, leaving the upper pools vacant and waiting for a spate.“
Og majorinn lýsir aðstöðunni og mannlífinu við ána á þeim tíma sem hann og félagar hans dvöldu þar við veiðar;
„We, and other anglers used to stay at the farm Hofstadir, a modern house inhabited by a delightful family, the only drawback being that this farm was one and a half miles from the nearest point of the river´s course, so that ponie were necessary every day, often delaying factor in the morning, as they have to be caught.
The farmer one Hjörleifur, I knew from my first visit to Iceland 1912, a man of great character and very charming, somthing of a naturalist, he died during the early part of World War II. He had many accomplishments amongst them the smoking of salmon, a delicious form of food, but Hjörleifur´s smoked ssalmon were not at all good.
I went to see the process he adopted and discovered the reason for their unpalatbleness. He used sheep dun gas fuel; this source of smoke gives a nasty taste to the kipper.
Hjörleifur came with me one day to the river. It so happened that I hooked a good fish. We both thought it over 20 lbs. Hjörleifur became very exited and insisted on taking a hand in the landing of the fish. I was standing on a ratherslippery rock. Hjörleifur beside me. I gaffed the fish, where upon Hjörleifur clasped the fish, gaff and line to his bosom, turned, slipped on the rock and all went into the water. I recovered the gaff and Hjörleifur, but not the fish. Angry as I was at the time, I have long since forgiven Hjörleifur for his enthusiasm.
The house at Hofsadir has very confortable rooms, but the walls are thin andi n the next room to me there lived a small boy who started his day very early by singing, reeated raps on the wall to deter these vocal displays but lead to a cresendo of noise, the song was but sung the louder and he returned the rappings, presumably thinking they were applause. Further repose was impossible; we christened him Little Caruso. I fear his mother thought we should have shown more appreciation of his vocal ability.
To assist the farmer´s wife we engaged a cook; her name was Soffia. She is a good cook and fed us well. Sometimes she came to the river to see us fish, a habit to be discouraged, because on the days of these outings our meals were very late in appearing. It is as well to leave the cook at home.
Today anglers no longer use Hofstadir as their base. The syndicate that now has the lease of the Straumfjardará have built a bungalow on the middle section of the river which has every modern convenience including bath and lavatory. At Hofstadir there was no bath; it would have been better if there had been no lavatory.“
Ekki hefur orðið minni bylting í veiðibúnaðinum en á öllum öðrum sviðum við ána, en á þessum tíma voru línur og taumar úr náttúrulegu efni eins og til dæmis, silki, bómull og kattargörnum, sem þurftu stöðuga aðgæslu og enntust skemur en taumar og línur sem veiðimenn nota í dag. Í lokin á grein sinni lýsir Stewart óþægindum af slíkum veiðitækjum og vandamálum í meðferð á afla fyrir daga rafmagns og kæliskápa á þessum slóðum.
„One day I had an unhappy experience of losing a fish; my line and all the backing, on this river, entirely due to my past neglect of the backing. A fish was hooked at the tail of the pool in heavy water and went down. I could not follow fast enough and the backing was rotten at the inner end. We recovered the line four days later, undamaged, nearly a mile down stream. I mention this trivial incident as a warning that backing requires attention just as does the rest of the equipment and should it fail, as mine did, you have no alternative but to go home, unless you have a spare reel and line with you.
The terms of the tenancy for this season were such, that the fish were the property of the tenant. The Straumfjardará is better placed than many rivers for sending fish to the market; but in spite of this we found the sale of fish an unmitigated nuisance. There was always the fear that the transport would not arrive, and on the days that failed to arrive, the fish would not be fit for market if held overnight, or worse still over the weekend; since this experience I have resolutely insisted in any lease in which I am an interested party, that the fish belong to the owners of the river and let them do the marketing. I strongly advise all would be tenants to do the same.
We had a very good season on the Straumfjardará; the total fish killed was over 450 salmon and sea trout, a few brown trout and one char. The salmon averaged just over nine pounds. The day´s baskets were very evenly spaced inn umbers and we could have caught more fish if we had worked harder.“ Þess ber að geta að veiðiferðir R. N Stewarts í ána stóðu yfir í nokkrar vikur í senn, yfir hásumartímann.
Sérstakt veiðifélag var stofnað við ána árið 1938 og að stofnun þess stóðu landeigendur. Þegar komið var fram á þennan tíma hafði áhugi fjölmargra Íslendinga vaknað fyrir stangveiði og áin þá þegar orðin eftirsótt til veiða. Í upphafi síðari heimstyrjaldarinnar tók að mestu leyti fyrir heimsóknir erlendra veiðimanna, en á sama tíma jókst áhugi heimamanna og fyrsta byggingin sem sérstaklega var byggð fyrir veiðimenn reis við ána. Um tíma voru tvö hús. Annað þeirra stóð nærri gamla brúarstæðinu, en hitt og það sem síðar varð helsta aðsetur veiðimanna um áratuga skeið stóð á svonefndum Hólavelli, sem hafði verið bæjarstæði á Dalsjörðinni um aldir. Á þessum árum deildu veiðimenn húsrými með ábúendum jarðarinnar Dals, sem á veiðitímanum flutti með sitt heimilishald út í hlöðu yfir sumartímann. Var sá háttur hafður á fram á sjötta áratug síðustu aldar. Árið 1975 fengu veiðimenn aðstöðu í nýbyggðu veiðihúsi, er reyst var nærri grunni þess gamla.
Sumardag einn árið 1962 hóf Spánverji nokkur að venja komur sínar í ána og hann ásamt félögum sínum dvaldi þar við veiðar frá fyrstu viku í júlí og fram undir lok ágústmánaðar, ár hvert, allt fram til þess tíma að hann dró sig í hlé fyrir aldurs sakir árið 1995. Félagi hans einn Juan Palao er lengst af dvaldi með honum hélt út fram á nítugasta og sjötta aldursár sitt, en hann veiddi í síðasta sinn í ánni sumarið 2004 og hafði þá stundað veiði í ánni hvert sumar í nærri hálfa öld. Síðustu árin lét hann sér nægja að kasta flugu sinni fyrir laxana er safnast fyrir í Húshyl þegar líður á sumarið. Enn er hópur spánskra veiðimanna er dvelur hér við veiðar ár hvert og því má segja að „spánska öldin“ hafi ríkt hér við ána í fimm áratugi. En auk þeirra hefur veitt hér fólk frá, Sviss, Frakklandi, Bretlandi, Finnlandi, Danmörku og Bandaríkjunum auk hóps innlendra veiðimanna sem líkt og þeir spönsku halda fast í veiðileyfi sín.
Frá 1997 hefur eingöngu verið leyfð fluguveiði í ánni og Straumfjarðará var fyrst í hópi þeirra áa sem síðan hafa tekið upp slíkt veiðifyrirkomulag. Árið 2001 var byggður laxastigi í ána þar sem hafði verið nokkur hindrun fyrir göngufisk og við það dreifðist lax sér betur um ána. Næstu árin á eftir veiddist talsvert meira af laxi og á sama tíma jókst hrygning í ánni.
Sumarið 2006 var tekið í notkun glæsilegt veiðihús sem vakið hefur athygli fyrir góða hönnun og aðbúnað veiðimanna.
Það sem hefur gert Straumfjarðará vinsæla til veiða í gegnum árin er að hún er í þægilegri fjarlægð frá Reykjavík og telst vera í hópi betri veiðiáa vestanlands. Þrátt fyrir smæð sína státar áin af fjölbreyttum veiðistöðum og ágætu aðgengi, svo skemmir ekki umhverfi árinnar fyrir dvölinni við bakka hennar. Reyndar er stærð árinnar nokkuð sem sóst er eftir. Aðeins er veitt með fjórum stöngum og svo fáar stangir gerir alla viðveru við ána auðveldari og afslappaðri auk þess sem stöngunum fylgir þjónusta í velbúnu veiðihúsi. Veiði skiptist nokkuð jafnt á veiðisvæðin fjögur yfir stærstan hluta veiðitímans og í réttum aðstæðum geta veiðimenn átt von á afbragðs veiði, því ávallt er gnægð af laxi í ánni á hverju sumri.