Veiðibúnaður

Allar léttari gerðir af einhendisflugustöngum ganga vel í Straumfjarðará með línur # 5 – 9. Mest er veitt á flotlínur, en sökkvandi línuendar eiga við í sérstökum skilyrðum, s.s í köldu vætusömu veðri og eða mjög litlu vatni. Að öllu jöfnu er áin auðveldlega væð og þægilegar brjóstvöðlur henta vel þar sem annarsstaðar.

Algengustu flugur sem veiðimenn nota eru ýmsar gerðir af yfirborðsflugum (hitch), Fransis, rauð, svört og hvít. Collie Dog, Hairy Mary, Blue Charm, Black and Blue, Crossfield, Stout tail, Munroe Killer, Tosh, Teal and Blue, Brá, Silver Wilkinson, Allies Shrimp, Black Sheep, Green Highlander og Snælda. Svo nokkrar fengsælar flugur séu nefndar. Helstu öngla stærðir eru frá # 10 – 18 allt eftir vatnshita og vatnsmagni.

Flugur fyrir Straumfjarðará

Í veiðihúsinu eru seldar ýmsar gerðir af veiðiflugum sem reynst hafa öflugar veiðiflugur í ánni.