Veiðihúsið

Við efri hluta Straumfjarðará stendur velbúið veiðihús sem byggt var fyrir gesti árinnar árið 2005. Frá veiðihúsinu er aðeins steinsnar niður að ánni og það fellur vel að umhverfi árinnar.

Í veiðihúsinu er veitt full þjónusta á veiðitímanum og þar fer vel um veiðimenn í 5 tveggjamanna herbergjum og er hvert þeirra búið hreinlætisaðstöðu, salerni og sturtu.

Veiðihúsið er með eigin hitaveitu, borðstofu og rúmgóðri setustofu með mikilfenglegu útsýni og arni.  Í vöðlugeymslu er hitari og drykkjarkælir, auk þess sem sérstakur fiskikælir er við aðgerðaraðstöðu veiðimanna. Við veiðihúsið er Sauna. Vegurinn að veiðihúsinu er afleggjari frá Vatnaleið (þjóðvegi 56) hjá bænum Dal.